Heim

Jól undir Spákonufelli – bók fyrir öll jólabörn!

Jól undir Spákonufelli er sagnasveigur sem samanstendur af fjórum ólíkum sögum, sem þó tengjast á ýmsa lund í tíma og rúmi. Þær gerast allar sama kvöldið, nokkrum dögum fyrir jól, á sama sögusviði og í þeim mætast tveir heimar eða víddir, en þó aldrei með sama hætti.

Jólahefðir og þjóðmenning eru rauður þráður í gegnum þessar hnyttnu og skemmtilegu sögur sem eru tilvaldar fyrir kynslóðir til að lesa saman.
Sögusvið sagnanna er falið í titlinum, en undir hinu dulmagnaða Spákonufelli kúrir þorpið Skagaströnd, heimkynni höfundar síðustu ár.
Þetta er hennar fyrsta bók.


Höfundar

Ástrós Elísdóttir, rithöfundur
Tommaso Milella, teiknari

Í Jólum undir Spákonufjalli koma saman lifandi sögusvið, mikil frásagnargleði og sannur jólaandi! Yndisleg aðventubók fyrir alla fjölskylduna.

Arndís Þórarinsdóttir

Ástrós tekst að skapa ljóslifandi og gullfallegan töfraheim með piparkökum, snjókornum og mandarínuilmi. Ýmsir þjóðlegir vættir dúkka upp en enginn fær að hitta þau nema auðvitað krakkarnir, því fullorðnir skilja ekki allt. En bókin hentar öllum aldri, krakkarnir sogast inn í galdraveröldina og þeir sem eldri eru með þeim.

Sagan er í senn næm, ljúf, óvænt og sprenghlægileg og það er erfitt að komast hjá því að tárast á fallegustu stöðunum en þeir eru margir.

Fyrir krakka á öllum aldri sem hlakka til jólanna en líka þá sem hafa enn ekki fundið andann hellast yfir sig er Jól undir Spákonufelli rétta bókin.

Júlía Margrét Einarsdóttir